Á leið á staðinn var ekki hægt að geina reyk frá húsunum. En fólk í reiðtúr kom auga á reyk úr torfhleðslu í norðurgafli hússins. Við komu á staðinn þá var ljóst að talsverður eldur var í hleðslunni sem kraumað hefur lengi inn í veggnum. Veggþykkt er mikil í gaflinum og var notast við dráttarvél með ámoksturstækjum til að rífa sundur vegginn og jafna hann út. Mikill eldur gaus upp þegar hleðslan var rofinn en í því var slökkt jafn óðum. Dágóða stund tók að tæta niður vegghleðsluna en einnig var verið að reyna að passa upp á timburburðarvirki hússins sem slapp alveg.
Það getur alveg kraumað í svona móhleðslum afar lengi og eina leiðin til að ná tökum á eldi í slíku er að rífa það niður og bleyta vel í. Upptök eldsins má rekja til sjálfsíkveikju enda bruninn innan frá í hleðslunni.