Eldur í bát í Hrísey

Nú fyrir stundu var slökkviliðið í Hrísey kallað út vegna elds sem hafði komið upp í plastbátnum Guðrún EA 58 í Hrísey. Um var að ræða mikinn reyk sem lagði upp úr vélarrúmi bátsins sem benti þessi að um eld væri að ræða sem svo reyndist vera rétt. Betur fór en á horfðist og náði slökkviliðið í Hrísey niðurlögum eldsins strax. Nokkrar skemmdir urðu á bátnum en eldsupptök eru enn sem komið er ókunn. Verið er að rannsaka orsökina.

Slökkviliðið í Hrísey er aðili að slökkviliði Akureyrar og því var strax sendur af stað mannskapur þaðan til aðstoðar en var snúið við fljótlega þar sem Hrísey var búið á tökum á eldinum. Tíma getur tekið fyrir slökkviliðið á Akureyri að komast út í eyjuna þar sem eina farartækið er ferjan Sævar sem siglir frá Árskógssandi en um er að ræða allt að 45 mín. með keyrslu á sandinn. Góður búnaður til slökkvistarfa er því til staðar í eyjunni.

Björn H Sigurbjörnsson
Aðstoðarslökkviliðsstjóri