21.09.2007
Slökkviliðið fékk nokkur útköll í gær vegna vatnsleka. Vegna vinnu við heitavatnskerfi fór þrýstihögg inn á kerfið með þeim afleiðingum að inntök gáfu sig í nokkrum húsum í Glerárhverfi. Tjónið var mest í tveimur húsum við Steinahlíð og í Rimasíðu en einnig varð tjón víðar.
13.09.2007
Af akureyri.net.
Óhapp varð í motocrossbraut Kappakstursklúbbs Akureyrar rétt ofan við Akureyri laust eftir klukkan sex á þriðjudagskvöldið. Þar voru á ferð tveir félagar sem voru að koma ofan úr Hlíðarfjalli á fjórhjólum sínum og ákváðu að taka einn hring í brautinni hjá KKA sem endaði með því að annar þeirra steypti hjólinu sínu fram yfir sig. Hann var fluttur á fjórðungssjúkrahúsið en er ekki alvarlega slasaður.
04.09.2007
Rétt rúmlega sjö í kvöld kom tilkynning til Slökkviliðsins að eldur væri laus í sumarbústað í Heiðarbyggð ofarlega í Vaðlaheiði. Dælubíll var sendur á staðinn og í kjölfarið tankbíll og fleiri slökkviliðsmenn.
29.08.2007
Um 22:20 í gærkvöldi fékk Slökkviliðið tilkynningu um eld í bátaskýli í svonefndum Veigastaðabás, í Vaðlaheiði handan Akureyrar.
27.08.2007
Slökkviliðið var nú í kvöld kallað út vegna bílveltu við Fosshól en þar hafði jeppi með 5 manns oltið út af veginum. Einn var fastur í bílnum og var því tækjabíll sendur á staðinn ásamt sjúkrabíl. Einnig komu tveir sjúkrabílar frá Húsavík ásamt lögreglu með klippur.
26.08.2007
Kl. 13:10 í dag, sunnudag, var óskað eftir viðbúnaði vegna rútuslyss í Fljótsdal. Óskað var eftir að sjúkraflug yrði virkjað eins og hægt væri. Strax var haft samband við Mýflug og Flugfélag Íslands og þeir beðnir um að virkja það flug sem væri í boði. Ennfremur var greiningarsveit FSA kölluð út.
11.08.2007
Ánægjulegt að sjá að félagar okkar á Höfuðborgarsvæðinu hafa tekið upp "hjólahjálp" sem viðbót í þjónustu þá sem slökkviliðið veitir. Þeir ganga þó skrefinu lengra en við hér á Akureyri og eru á mótorhjóli en við erum "ennþá" bara á reiðhjólum.
Sérstaklega er ánægjulegt að sjá að okkar gamli félagi og slökkviliðsstjóri, Erling Þór Júlínusson skuli taka þátt í að leiða þetta verkefni ásamt fleirum.
Til hamingju með þetta skref SHS!
19.07.2007
Undanfarna tvo þriðjudaga hafa slökkviliðsmenn á vakt stundað þrek og þolæfingu með reykköfunartæki.
12.07.2007
Í dag komu í heimsókn góðir gestir. Um var að ræða börn og leiðbeinendur þeirra á leikjanámskeiði KA og Þórs.
12.07.2007
Óskar Stefán Óskarsson slökkviliðsstjóri á Sauðárkrók er látinn, 46 ára að aldri. Hann var bráðkvaddur í Tyrklandi þar sem hann var í sumarleyfi með fjölskyldu sinni.
Hann verður jarðsettur frá Sauðárkrókskirkju kl. 14 laugardaginn 14. júlí nk.