Annríki yfir hátíðarnar hjá slökkviliðinu

Töluvert annríki hefur verið hjá slökkviliðinu síðustu viku, en síðan á Þorláksmessu hefur slökkviliðið sinnt yfir 40 sjúkraflutningum á landi, 6 sjúkraflugum og 4 útköllum á dælubíl, bæði vegna elds- og vatnstjóna. Í flestum tilfellum hefur vaktin náð að sinna þessu en í nokkur skipti hefur þurft að kalla út aukamannskap af frívakt til aðstoðar.

Nú eru áramótin framundan og vonandi verður lítið að gera hjá okkur hérna í slökkviliðinu næstu daga. Við óskum okkar samferðafólki farsæls komandi árs og þökkum liðið.

Áramótakveðja,

Slökkvilið Akureyrar