Neyðarflutningsmaður frá slökkviliði Akureyrar lagði af stað með sjúkraflugvél Mýflugs kl: 06:30 í gærmorgun í sjúkraflug til Frakklands. Flogið var frá Akureyri til Chambery í Frakklandi til að sækja sjúkling sem slasast hafði á skíðum. Heildartími ferðarinnar sló í 17 tíma frá því farið var og komið aftur til Akureyrar.
Sjúkraflutningamenn SA eru orðnir nokkuð vanir þessum löngu ferðum enda koma slíkar beinir nokkrum sinnum á ári hverju.
Þorbjörn Guðrúnarson.
Slökkviliðsstjóri