Slökkvilið Akureyrar hefur verið kallað út alls 33 sinnum í sjúkraflug með Mýflugi það sem af er þessum mánuði. Í þessum ferðum hafa verið fluttir 36 sjúklingar og þar af 23 svo kallaðir forgangs flutningar og 13 flutningar með minni forgang. Síðastliðinn sólarhring hefur sjúkravélin verið kölluð 8 sinnum með 9 sjúklinga. Þar af var eitt flug til Kulusuk á Grænlandi en þangað voru sóttir tveir sjúklingar. Á tímabili þennan sólarhring voru tvær vélar í loftinu í verkefnum, önnur að sinna flutningi frá Grænlandi til Íslands og hin hér innanlands.
Mýflug sinnir öllu sjúkraflugi innan Íslands samkvæmt samningi við Heilbrigðisráðuneytið. Miðstöð sjúkraflugsins er á Akureyri og starfar Mýflug ásamt Slökkviliði Akureyrar og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að því.
Á Akureyrarflugvelli er staðsett sérútbúin sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft Kingair 200 sem ávallt er reiðubúin til flugs, á öllum tímum sólarhringsins, allt árið um kring. Einnig er Mýflug búið að koma sér upp varavél sem hægt er að gera klára í sjúkraflug með litlum fyrirvara.
Flugvélarnar er búinar jafnþrýstibúnaði, sem gerir þeim kleift að fljúga ofar flestum veðrum, hafa mjög góða flugdrægni og geta jafnframt notast við stuttar flugbrautir, líkt og víða eru á Íslandi og Grænlandi.
Í áhöfn flugvélarinnar eru flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður frá slökkviliði Akureyrar. Þegar þörf krefur fylgir einnig læknir frá FSA sjúklingum. Er þessir aðilar á vakt allan sólarhringinn tilbúnir í það verkefni sem til fellur.
Slökkviliðs Akureyrar