Sumarafleysingar hjá Slökkviliði Akureyrar
Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn til starfa í sumarafleysingar. Um er að ræða afleysingastörf við sjúkraflutninga, slökkvistörf og önnur almenn störf slökkviliðsins.
Hæfniskröfur:
Framangreindum hæfniskröfum er ekki raðað eftir mikilvægi. Akureyrarbær áskilur sér rétt til að óska eftir umsögnum frá fyrri vinnuveitendum.
Eftirfarandi fylgigögnum þarf að skila með umsókn:
Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í störfin.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar í síma 460-1060.
Nánari upplýsingar um starfið veita Þorvaldur Helgi Auðunsson, slökkviliðsstjóri 461-4201thorvaldurh@akureyri.is og Björn Heiðar Sigurbjörnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri 461-4202 bjornh@akureyri.is
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is
Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2014