Slökkvilið Akureyrar

Inntökuskilyrði

Það þarf að uppfylla ýmsar kröfur og standast inntökupróf hjá SA.

Eldvarnir heimilisins

Það er aldrei of varlega farið þegar kemur að eldvörnum heima fyrir.

Gjaldskrá SA

Gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar (gjaldskyld verkefni) má finna hér

Fréttir

Eftir Elva Dögg Pálsdóttir 21. janúar 2025
Yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. Á hverju ári eru fluttir 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi þ.e. flugvélum, þar af um 630-650 til Reykjavíkur. Í um 45% tilfella er um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráða þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip, s.s. vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka. Í slíkum tilfellum er ástand sjúklinga með þeim hætti að lengdur flutningstími sem myndi hljótast vegna flutnings frá Keflavíkurflugvelli getur dregið verulega úr lífslíkum eða batahorfum viðkomandi. Í þeim tilfellum, sem ekki teljast bráð, er ljóst að umræddar takmarkanir á notkun Reykjavíkurflugvallar munu hafa verulega hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu og fráflæði sjúklinga frá Landspítala. Gögn um starfsemi sjúkraflugs árið 2024 sýna að a.m.k. 15% sjúkrafluga um Reykjavíkurflugvöll eiga sér stað í myrkri og þar af er umtalsverður hluti um þær flugbrautir sem nú hefur verið lokað. Það er því ljóst að lokanir umræddra flugbrauta munu hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur tuga sjúklinga ár hvert og er á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi bendir á að mikilvægt er að Reykjavíkurborg og önnur yfirvöld sem hafa með málið að gera leiti allra leiða til úrbóta málsins. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. Nánari upplýsingar veita: Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, sími: 893-0674 Chris Wolffensperger, yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga Sjúkrahússins á Akureyri, sími: 860-0589 
Eftir Elva Dögg Pálsdóttir 14. janúar 2025
Slökkvilið Akureyrar var kallað út 4.171 sinni árið 2024.

Tölfræði fyrir árið 2024

3066

útköll á sjúkrabíl

162

útköll á dælubíl

943

sjúkraflug, 973 sjúklingar