Slökkvilið Akureyrar
Inntökuskilyrði
Það þarf að uppfylla ýmsar kröfur og standast inntökupróf hjá SA.
Eldvarnir heimilisins
Það er aldrei of varlega farið þegar kemur að eldvörnum heima fyrir.
Fréttir

Eftir Elva Dögg Pálsdóttir
•
6. febrúar 2025
Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta, 13 – 31, í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Þann 6. febrúar síðastliðinn var svo tilkynnt að innan 48 klukkustunda verði flugbrautunum lokað fyrir allri flugfumferð, burtséð frá birtuskilyrðum. Sú lokun mun því taka gildi laugardaginn 8. febrúar. Í kjölfar þeirra takmarkana sem settar voru á notkun umræddra flugbrauta 10. janúar sl. sendi Miðstöð Sjúkraflugs frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var áhrifum takmarkanna á aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni að nauðsynlegri og oft á tíðum bráðri læknisþjónustu á Landspítala. Það er augljóst og óumdeilt að algjör lokun á umræddum flugbrautum mun hafa mun verulegar afleiðingar á lífslíkur og batahorfur fjölmargrar bráðveikra og alvarlega slasaðra sjúklinga sem þurfa á tímaháðum inngripum að halda á Landspítala þar sem önnur sjúkrahús á landinu geta ekki veit viðlíka meðferð. Einnig er augljóst að keðjuverkandi afleiðingar umræddra lokana munu valda fráflæðisvanda á Landspítala, þrengja mun að legurýmum annarra sjúkrahúsa og tafir munu verða á aðgerðum og rannsóknum sjúklinga af landsbyggðinni. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara lokana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. Líkt og fram kom í fyrri yfirlýsingu frá hópnum eru hátt í 650 sjúklingar fluttir á ári til Reykjavíkur með sjúkraflugvélum af landsbyggðinni. Í um 45% tilfella er um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráða þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip, s.s. vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka. Í slíkum tilfellum er ástand sjúklinga með þeim hætti að lengdur flutningstími sem myndi hljótast vegna flutnings frá Keflavíkurflugvelli, hvort sem um er að ræða landleiðina með sjúkrabíl eða með þyrlu, getur dregið verulega úr lífslíkum eða batahorfum viðkomandi. Út frá gögnum um flug á Reykjavíkurflugvelli eru flugbrautir 13 og 31 notaðar í um 25% af öllum hreyfingum á flugvellinum. Sé það heimfært yfir á sjúkraflugið má gera ráð fyrir að það hafi áhrif á ríflega 160 flug á ári, eða um 70 sjúklinga í hæstu forgangsflokkum miðað við fjölda sjúklinga árið 2024. Um helmingur þessa sjúklingahóps er fluttur í tímaháð og bráð inngrip þar sem allar tafir teljast ógna lífslíkum og batahorfum. Af ofangreindu er það skýr og augljós krafa að aðilar málsins, þ.e. Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa, axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. Nánari upplýsingar veita: Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, sími: 898-2024 Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, sími: 893-0674 Chris Wolffensperger, yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga Sjúkrahússins á Akureyri, sími: 860-0589

Eftir Elva Dögg Pálsdóttir
•
21. janúar 2025
Yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. Á hverju ári eru fluttir 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi þ.e. flugvélum, þar af um 630-650 til Reykjavíkur. Í um 45% tilfella er um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráða þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip, s.s. vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka. Í slíkum tilfellum er ástand sjúklinga með þeim hætti að lengdur flutningstími sem myndi hljótast vegna flutnings frá Keflavíkurflugvelli getur dregið verulega úr lífslíkum eða batahorfum viðkomandi. Í þeim tilfellum, sem ekki teljast bráð, er ljóst að umræddar takmarkanir á notkun Reykjavíkurflugvallar munu hafa verulega hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu og fráflæði sjúklinga frá Landspítala. Gögn um starfsemi sjúkraflugs árið 2024 sýna að a.m.k. 15% sjúkrafluga um Reykjavíkurflugvöll eiga sér stað í myrkri og þar af er umtalsverður hluti um þær flugbrautir sem nú hefur verið lokað. Það er því ljóst að lokanir umræddra flugbrauta munu hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur tuga sjúklinga ár hvert og er á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi bendir á að mikilvægt er að Reykjavíkurborg og önnur yfirvöld sem hafa með málið að gera leiti allra leiða til úrbóta málsins. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. Nánari upplýsingar veita: Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, sími: 893-0674 Chris Wolffensperger, yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga Sjúkrahússins á Akureyri, sími: 860-0589
Þann 20. febrúar síðast liðinn luku þær Eydís Sigurgeirsdóttir og Bryndís Bjarnadóttir, starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar, bráðatækninámi frá NMETC í Massachusetts. Þær eru fyrstu konurnar sem starfa sem bráðatæknar hjá okkur og mun þeim fjölga á næstu árum😊
Nú erum við með sjö bráðatækna á stöðinni og eru tveir starfsmenn nú þegar byrjaðir í fornámi og munu útskrifast árið 2026.
Við óskum Eydísi og Bryndísi innilega til hamingju 🚑
“Á skíðum skemmti ég mér….”
Nú hefur snjóað töluvert seinustu daga og safnast vel til fjalla.
Við viljum benda fólki á að fara varlega þegar ferðast er í fjalllendi - vera með réttan öryggisbúnað (ýlir-skófla og stöng) og viðeigandi þekkingu.
Einnig viljum við benda fólki á að fylgjast með snjóflóða eftirliti á síðu veðurstofunar undir ofanflóð.
- mynd er sviðsett
Föstudaginn 22.mars kláraði hópur frá okkur tveggja vikna verklega lotu hjá Brunamálaskólanum. Sú lota endaði svo með verklegu færnimati í þeim þáttum sem snerta lögbundið starf slökkviliða.
Þar má nefna:
- Efnaköfun
- Rústabjörgun
- Reykköfun
- Björgun fastklemmdra úr bílum
- Vatnsöflun
- Skipulag og vettvangs mat á slysstað
Í raun markar þetta lok á árslöngu námi sem var bæði bóklegt og verklegt. Námið var bæði fróðlegt og krefjandi, næsta skref hjá þessum hóp er framhaldsnám hjá Brunamálaskólanum.
—- Spennandi starf í boði ——
Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Um er að ræða afleysingastörf vegna sumarleyfa starfsmanna við sjúkraflutninga, slökkvistörf og önnur almenn störf slökkviliðsins. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna.
Frekari upplýsingar á: https://jobs.50skills.com/akureyri/is/25885
Sex starfsmenn/konur Slökkviliðs Akureyrar hófu atvinnunám sem slökkviliðsmenn/konur í október. Námið er í umsjá Brunamálaskólans sem starfar undir Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.
Tilgangur námsins er að móta öfluga og örugga meðlimi slökkviliða. Í dag voru æfingar í nokkrum þáttum sem snerta okkar starf og í næstu viku hefst 7 daga lota og munum við leyfa ykkur að fylgjast með.
- Æfing -
Í gær var Krossanes brennt. Akureyrarbær tók ákvörðun að ætti að rífa húsið. Áður en það var gert fékk Slökkvilið Akureyrar að brenna húsið í æfingar skyni. Þarna fengu reykkafarar að æfa slökkvistarf innan dyra með alvöru eld. Eftir það var húsið gert alelda og fengum við tækifæri að fylgjast með þróun bruna.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur að fylgjast með. Það er ekki alltaf sem við fáum að æfa í “alvöru” aðstæðum sem þessum.
Fleiri myndir koma á næstu dögum.
Fleiri svipmyndir frá jarðgangna æfingum. Eins og sést á myndum er hægt að gera aðstæður gífurlega raunverulegar.
Markmiðið er að þjálfa slökkvilið í fumlausum og fagmannlegum vinnubrögðum þegar eldur kviknar í jarðgöngum.
Öll lið hafa staðið sig gífurlega vel og nýtt þau tæki og bjargir sem þau hafa.
Jarðgangna æfingar halda áfram.
Síðustu mánuði hefur @vegagerdin og Slökkvilið Akureyrar staðið að æfingum á Siglufirði (Strákagöng) og á Ísafirði (Óshlíðargöng).
Þessar æfingar eru mikilvægar að mörgu leiti. Bæði til að átta sig á getu ganga til a reyktæma sig og til að þjálfa slökkvilið þegar slys ber að í jarðgöngum.
“Slökkvitækni að utan” - þegar kemur að því að slökkva eld, þá þurfum við ekki alltaf að fara inn í hús, nema að einhver sé þar inni.
Hér er verið að æfa sig í því að komast upp á þak, þar er notast við krók stiga, svo er borað gat á þakið. Í gatið er svo settur ákveðinn rekstútur sem dreifir vatni (blandað froðu) inn í rýmið og þekur það.
Þessi tækni er öruggari en að fara inn í rýmið. Besta tæknin er sú sem tryggir öryggi okkar eins og hægt er, en er mismunandi eftir aðstæðum.
Værir þú lofthrædd/ur þarna?
Æfing - æfing og aftur æfing.
Það eru margir þættir sem koma að því að vera fær slökkviliðsmaður/kona. Í raun er alldrei hægt að verða of fær.
Á myndinni sést ein af okkar færu slökkviliðs konum við æfingu að klippa bíl.
Þar skiptir máli hvar er klippt, hvers vegna og hvernig skal framkvæma það á skilvirkan máta.
Slökkvilið Akureyrar og Heilsugæsla Akureyrar vinna náið saman, þar sem HSN eru með læknisfræðilega forsjá yfir utanspítalaþjónustu. Það þýðir einnig að við hljótum stuðning hvort af öðru í þeim útköllum sem kallar á sterkt sérhæft viðbragð.
Í dag var sett upp æfing þar sem Slökkvilið Akureyrar og læknar frá HAK æfðu samvinnu á vettvangi.
Sterkt samstarf - Góð samskipti - Fagleg vinnubrögð
Við erum dugleg að æfa okkur í öllum þeim aðstæðum sem upp geta komið.
Hér er verið að æfa vinnubrögð þegar klippa þarf bíl til að ná einstakling úr bifreið.
Á síðustu mynd sést þegar bíll er klipptur þegar hann er á hlið.
Við þökkum Hringrás fyrir að leyfa okkur að æfa okkur á bifreiðum áður en þeir enda í pressunni.
Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða verkefnastjóra á skrifstofu Slökkviliðs Akureyrar.
Um 100% ótímabundið starf er að ræða í dagvinnu.
- https://jobs.50skills.com/akureyri/is/19103
Virkilega spennandi nýtt starf og getur það tekið þróun í samræmi við það.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Rúnar Slökkviliðsstjóri í síma 461-4201
Þol æfing - vaktirnar taka reglulega svo kalla “loft æfingu” þar er búin til þrautabraut og markmiði er að fara eins marga hringi og hægt er á einum loftkút
Braut:
- 10 ferðir upp og niður stiga
- Draga 70kg dúkku 50 m
- Slá dekk með sleggju 20x
- Draga dúkku 50m
- Skríða undir þröng rými
- 40x kaðlasipp
Og svo annan hring.
Slökkvilið Akureyrar í Hrísey fékk í dag afhendan nýjan slökkvibíl af gerðinni Mercedes Benz Sprinter árgerð 2008. Nýi bíllinn leysir af hólmi eldri slökkvibíl eyjarinnar, MAN árgerð 1987 sem Hríseyjarhreppur keypti árið 2003.
Á myndinni eru: Klas - Ingólfur og Vigfús og Hörður sem að afhentu bílinn frá Akureyri.
Þriðjudagurinn 7.febrúar!
Móðir náttúra lætur vita af sér eina ferðina enn.
Von er á SV átt með mikilli úrkomu!
Sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.
Jæja, það er næsta lægð. Við erum orðin svo vel æfð í þessu og verður því lítið mál.
Tilkynning frá veður.is:
- Líkur eru á suðlægri átt 20-28 m/s vestantil á svæðinu, á Tröllaskaga, í Eyjafirði og í Kinn. Staðbundið geta hviður farið yfir 40 m/s. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Reykköfun - æfing
Það eru margir þættir sem snerta reykköfun. Þar kemur inn verklegt vit, hugsun undir pressu og að geta leyst vandamál sem að gætu komið upp.
Þegar við æfum þá reynum við að búa til eins raunverulegar aðstæður og við getum. Til þess notum við reykvélar, hindranir og gas pönnur sem búa til eld til að slökkva.
- Að vera undirbúinn -
Á vöktunum reynum við að nýta tíman eins og hægt er, þegar við erum ekki að sinna öðrum verkefnum. Hér er liðið að spá í hvernig skuli leysa björgun úr reykfylltu skipi.
Þar eru okkar helstu áskoranir - þröngir gangar - auðvelt að villast þegar reykur hefur fyllt rýmið og aðgengi til og frá skipi.
Það er mikilvægt að vera undirbúin fyrir það versta.
Frá Veðurstofu Íslands:
Eftir kuldatíð síðustu vikna, er tíðinda að vænta á föstudag (20. janúar), þar sem spáð er asahláku um allt land. Búið er að gefa út gula viðvörun frá föstudagsmorgni fram á laugardag. Búast má við talsverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar, einnig vexti í ám og lækjum. Hyggilegt er að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í fráveitukerfi og forðast vatnstjón. Flughálka er líkleg til að myndast á blautum klaka.
Búast má einnig við því að klakastíflur losni og ár ryðji sig.
Mikilvægt er að fylgjast vel með veðurspám næstu daga og hægt er að fylgjast með viðvörunum hér
https://vedur.is/vidvaranir
“Sælla er að gefa en þiggja”
Starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar heyrði fréttir af því að alldrei hefðu fleiri óskað eftir mataraðstoð yfir hátíðarnar, og þá var ákveðið að leggja hönd á plóg. Starfsmenn SA söfnuðu saman í sjóð og var farið og verslaðir matarpakkar. Starfsmenn SA komu saman og afhentumatarpakka til Sigríður Steinarsdóttir sem sér um dreifingu. Stöndum saman því það eiga allir skilið að eiga gleðileg jól.
Að huga að heilsunni og byggja um sterkt teymi!
Okkar starf er líkamlega krefjandi, því er mikilvægt að stunda líkamsrækt og liðleikaæfingar til að halda okkur í besta líkamlega formi. Við erum svo heppinn að fá @sonjasifj til að vera með tíma þar sem að við getum æft saman, einnig byggjir það upp jákvæðan starfsanda og styrkir teymið!
Í dag tókum við á móti 62 böngsum! Bangsarnir eru handgerðir af félagi eldriborgara í félagsmiðstöðinni Birta.
Bangsarnir gegna því mikilvæga hlutverki að aðstoða okkur við að börnum líði betur þegar þau “lenda” í því að fá ferð með sjúkrabíl.
.
Við þökkum innilega fyrir þessa æðislegu gjöf og verður ánægjulegt að veita þessum böngsum nýtt heimili
Seinustu daga hélt @slokkvilidfjardabyggdar ásamt @slokkvilidakureyrar bruna æfingu í jarðgöngum í Fjarðabyggð. Slökkvilið Akureyrar sendi tvo aðilla frá sér @eydissigurgeirs og @gesturthorr sem sáu um uppsetningu æfingarbúnaðar frá @fireware_nl. Æfingin gekk einstaklega vel. Það sem svona æfingar gera er að styrkja samstarf slökkviliðs eininga og einnig fáum við tækifæri að æfa við erfiðar aðstæður með búnað og reyk sem er ekki mengandi né ógnar heilsu okkar.
Í gær, 15.10.22, var haldinn flugslysaæfing á flugvelli Akureyrar. Alls tóku 250 manns þátt í æfingunni sem skipulögð var af ISAVIA og Almannavörnum. Fjölmargir viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni ásamt stórum hópi leikara.
Svona æfingar eru mikilvægar fyrir svæðið í heild sinni, því þökkum við tillitssemina.
Slökkvilið Akureyrar sendir þakkir til allra sem komu að æfingunni og þeim sem tóku þátt!
Æfing í Vaðlaheiðagöngum gekk einstaklega vel. Við sem lið lærðum ýmislegt sem mun nýtast okkur í framtíðinni. Vonandi fáum við bráðlega að gera svipaða æfingu.
Einnig má nefna að nýji æfingabúnaðurinn okkar frá @fireware_nl er virkilega spennandi búnaður sem mun auka gæði í okkar æfingum.
.
.
.
Mynd fenginn frá @visir.is
Slökkvilið Akureyrar óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári ⭐. Á meðan við gætum ykkar biðjum við ykkur að gæta hvers annars, heimilis og umhverfis.
Á þessum tíma árs sem á að snúast um samveru og fögnuð reynast hertar sóttvarnaraðgerðir mörgum erfiðar. Leyfum okkur að upplifa allar þær tilfinningar sem því fylgir, lærum hvernig við tökumst á við þær og lærum að þekkja okkur sjálf betur. Eyðum gæðastundum með okkar nánasta fólki og minnum hin á hversu miklu máli þau skipta okkur.
Okkur hér á stöðinni langar að nota tækifærið og hrósa unga fólkinu sem kom til okkar í bólusetningu í dag. Þessir krakkar stóðu sig með afbrigðum vel, allir (flestir) til í’edda og öll getum við verið stollt af þeim. Vel gert, krakkar!!
Í dag bólusettu hjúkrunarfræðingar HSN um 1000 manns. Lengi vel var löng biðröð hjá okkur en vá! Þvílíkt rennsli ;) takk HSN, takk Lögreglan og takk Súlur! Já og takk SA auðvitað ;) en mest takk á krakkana….. takk!! #sprittogmaski
Annríki hefur verið hjá okkur í sjúkrafluginu upp á síðkastið. Júlímánuður hefur verið drjúgur og enn er heill dagur eftir ;) í þessum töluðu er MYB í flugi nr 94 bara í júli……
Verið er að græja seinni vélina í flug nr 95. 95 flug með 102 sjúklinga bara í júlí. Annars erum við bara hrikalega hress og vonum að allir séu að fara vel með sig og passa búbbluna ;) #sprittogmaski
“Farið yfir dótið”
Alltaf gaman í vinnunni. Þegar einn okkar er í sjúkraflugi yfir landinu er vaktin að brasa heima við. Þarna er farið í virkni grjónadýnu sem auðveldar til muna flutning slasaðra/veikra á milli staða. Dýnan er lungamjúk eina stundina en verður grjóthörð þegar búið er að lofttæma hana. Virkar hún þá eins og risastór spelka. Góður og vel hirtur búnaður er gulli betra. Njótið blíðunnar þarna úti og farið varlega….. #sprittogmaski
Ítalir unnu Eurovision OG EM í boltasparki….. VIÐ erum að rústa Covid bólusetningunni……
Bólusetning á morgun 13 júlí. Herlegheitin byrja kl 12 á slökkvistöðinni. Ýmsar tegundir í boði ;) Hvetjum alla til að fara á hsn.is og athuga hvenær best er koma. Hlökkum til að sjá sem flesta ;)
https://www.hsn.is/is/um-hsn/frettir/category/9/bolusetningar-i-viku-28-og-29-13-til-23-juli
Sjá meira